Við Addi skruppum á Kirkjufell á laugardaginn. Það var skýjað í bænum og norður að snæfellsnesi, en norðan megin við nesið var hinsvegar algjörlega heiðskýrt og steikjandi hiti eins og við vorum einmitt að vona. Fundum bílastæði hjá einhverjum sumarhúsum og lögðum upp þaðan.

Þetta var svona brölt, og mikið sikksakk í kringum klettana. Við vorum bara með hjálma, en enga línu þannig að við fórum bara rólega í klettanna en prufuðum nú auðvitað smá..

Þetta var ágætis æfing fyrir ferðina mína sem ég er að fara núna eftir mánuð, en ég er að fara til Sviss og ætla að klífa flottan tind þar! en meira um það seinna...

Vorum bara með litla myndavél með okkur, en ætlum að birta nokkrar:

Myndir

Svona lítur þetta út frá Grundarfjarðabænum.
Svona lítur þetta út.
Aðeins komnir uppí hlíð.
Missti af tófu sem ég mætti sem var með fugl í kjaftinum, en náði þessum ylfing í staðinn... gengum framhjá greni þarna
Komnir svoldið ofar.
Alveg að komast upp..
Horft til vestur.
Gummi eitthvað að tjá sig.
Addi á einum af tindunum þarna.
Og svo Gummi.
Þarna fyrir neðan er greinilega gamalt fjárhús eða eitthvað.. allavega einhverjar rústir.. (norðanmegin).
Við gengum allan topphryggin til Norðurs, og hér erum við á leiðinni til baka.
Einhverjum hálvitanum datt í hug að halda á Grundarfirði...
Hérna er svo grenið sem við fundum, sáum ekkert inní það, en heyrðum í skepnunum.
Farnir að lækka okkur svoldið..