Við fórum 4 saman í ísklifur-æfingaferð í Sólheimajökul. þarna er fínn æfingaveggur sem er bæði hægt að toprope-a og leiða. Við létum nægja að toprope-a hann í þetta skiptið, en eigum örugglega eftir að koma hingað aftur til að æfa okkur í leiðslu fyrir veturinn..

Viðbót: Önnur ferð í sama jökul 27. ágúst

Fórum á sama stað aftur og hann var orðinn allt öðruvísi eftir þessa 2 vikna fjarveru okkar. Stór jaki sem stóð þarna fyrir framan vegginn sem við fórum í var t.d. alveg horfinn, bara orðinn að molum fyrir neðan. Áin fór nú undir jökulinn en ekki framhjá honum eins og síðast osfrv... Ég vill taka það fram að þeir sem ætla að kíkja þangað í klifur að fara varlega, þarna eru mjög djúpar sprungur og hættulegar, þannig að hafið varan á!

Myndir

Svona leit þetta út núna
Addi kominn ofaní eina sprunguna... lét sér nægja að fara styttri leið, frekar en að fara þónokkrum metrum neðar þarna
í skuggasvæðið...
Gummi að príla uppúr sömu sprungu.
Og svo er sigið niður..
Óðinn á sama stað.
Þarna var þetta...
Óðinn alveg að komast upp.
Hérna fórum við líka, þessi sprunga er mjög óhungaleg, en rosalega skemmtileg til klifurs... verst að það er eins gott
að maður komist upp... því annars geturu bara verið þarna niðri í myrkrinu.
Smá yfirhangandi æfingar, samt erfiður staður til að æfa það, þar sem maður kemst ekki niður að hvíla sig/hætta við,
en þetta var alveg fínt, ekkert crazy... smá tilbreyting aðallega.
Gummi alveg að komast uppí yfirhengjuna.
Og alveg að komast upp..
Síðan Óðinn.