Gummi og Þórhallur fóru 2 uppí Kerlingafjöll á föstudagskvöldið. Við gistum í skálanum og smelltum okkur í göngu á laugardagsmorgnin. Þórhallur er nú rúmlega hálfnaður með "151 tinda" prógrammið sitt á tæplega einu og hálfu ári!

Það var alveg ótrúlega gott veður, varla sjáanlegt ský á lofti og sáum við vel yfir Langjökul, Hofsjökul, Vatnajökul, Heklu, Eyjafjallajökul, Eiríksjökul, Geitlandsjökul og alveg fullllt í viðbót sem ég ætla ekki að tauta um hér.

En við byrjuðum á Loðmundi, þetta er bara svona skriðuganga þangað til að komið er uppað klettunum (þá leið sem við fórum) en klettarnir eru mjög lausir, þannig að það ber að fara mjög varlega.

Svo gengum við svona hálfgerðan "hring" og tókum alla toppana í honum, en aðal tindarnir voru auðvitað Loðmundur og Snækollur.

Myndir

Loðmundur er þarna fyrir neðan sólina, hægra megin eru hlíðar Snækolls. þarna var einmitt útlendingur að taka
myndir, en ég held að hann hafi ekki náð eins flottri mynd og ég..
Loðmundur lengst til vinstri, keilu-tindurinn þarna hægra megin við er Snækollur, en það er hæsti tindurinn þarna.
Þórhallur að ganga upp Loðmund, eins og ég sagði að þá er þetta bara laust grjót.
Hérna er ég uppá vörðunni á toppi Loðmundar.
Við félagarnir á toppi Loðmundar.
Smá panorama mynd tekin af Loðmundi yfir Hofsjökul, þarna sjást Hágöngurnar á jöklkinum.
Hérna horfi ég í skarðið á SV horni Loðmundar, þarna endar ís-/snjó línan sem er oft hægt að klifra upp.
Hér fórum við svo niður af Loðmundi.
Tekið til hliðar á leið niður af Loðmundi.
Hér erum við komnir uppá næsta tind sem heitir Snót.
Flott svæði þarna í Kerlingafjöllum, þetta er háhitasvæði þannig að það eru mjög fallegir litir þarna.
Þetta er smá drangi sem stóð uppúr miðju fjallinu frekar ofarlega.
Hérna er síðan toppurinn á Snækolli... Þeir sem eru glöggir geta nú séð hversvegna þetta eru kölluð Kerlingafjöll !
Hér eru greinilega steypuskil í fjallinu...
Svo var haldið niður af Snækolli, horft í SV.
Hérna sést Eiríksjökull(1675m) gægjast uppúr Langjökli. Geitlandsjökull til vinstri.
Loðmundur frá hlíðum Snækolls, Hágöngur sjást í bakgrunni.
Hér komum við síðan niður.
Fallegt svæði frá öllum sjónarhornum, ekki skemmir fyrir að hafa flott ský frekar en þessi séríslensku rigningarský...