Við strákarnir erum búnir að fara í fullt af klettaklifurferðum núna í ágúst, mismargir og misjafnar ferðir. Við erum hinsvegar ekki búinir að taka mikið af myndum í þessum ferðum, en eitthvað þó. Alskonar reynsla hefur komið upp í þessum ferðum... misgóðar þó, eins og þessi grein sem Arnar skrifaði frá ferðum sínum ofl. í dótaklifur í Stardal um daginn að þá hefur ýmislegt komið uppá:

.....:::::::.....

A Small troble with the local rock-life.

Ég Undirritaður, svo Óðinn og Balli ákváðu að fara í smá dóta klifur nirí Stardal.

Komust að því fljót að bergið er á mörgum stöðum slæmt og fengum við að smakka vel á því þegar. Ég var að leiða upp eina leiðina sem leit vel út að neðan, en eins og margur klifrarinn hefur fengið að kynnast þá oft lítur þetta mun betur séð neðan frá en í henni. Var farinn að anda léttar þegar ég var að koma uppá brún þar sem bergið var mun traustara ( eða það hélt ég ). Fann þennan fína stóra stein sem líkista vera vel fastur Skellti slingi utan um hann fyrir fljótandi tryggingu og hélt svo áfram leið minni upp hann.

Allt í einu byrjar steinninn að hreyfast með mig hangandi á honum. Ég öskra strax á strákana niðri "STEINN STEINN !!"
og stekk svo frá honum. Strákarnir voru fljótir að bregðast við þegar þeir heyrðu dómsdags öskrin úr mér sáu svo 300-500 kg stein stikkið á leiðinni niður á hausin á þeim, hlupu til hliðar en þó ekki alveg ósærðir þar sem steinninn lenti á smá brún sem var þarna og brotnaði í marga mola sem ringdu svo niður veginn.. Fengu smá marbleti.

Ég náttla hafi enga kosta völ en að kasta mér frá steininum sem ég hékk á svo að ég yrði ekki undir honum svo að ég húrra niður að ég held alveg 6-7 m þegar hnetan sem ég setti inni fyrir neðan steininn greip línuna og snögglega stöðvaði fallið mitt. Slapp með nokkra marbletti og grunnt sár á höndinni. Óðinn lét mig svo siga niður, allir hlægjandi eftir ósköpin.

Okkur var allnokkuð brugðið þegar við skoðuðum línuna betur, þar sem hún hafi all duglega fengið að taka á honum stóra sínum. Höggið hafi rifið næstum kápuna af henni á einum stað en á öðrum stað hafi hún næstum farið í sundur eftir að hafa greinilega sargast á eitthverri brún í fallinu, þar sem svona 2 af innri strengjum línunnar voru eftir af henni. Svo að ég vill minna alla þá sem leið eiga í stardalin að passa alveg rosalega uppá hvar línan liggur eða muni liggja þar sem steininn er mjög grófur þar og getur einfaldlega tekið hana í tvennt. Hjálmar eru algjört aðalatriði og að klifra helst með tvær línur.

Arnar Jónsson

Myndir

Gummi að klifra í Valshamri.
Óðinn í Valshamri.
Addi í Valshamri.
Addi í klettaklifursballett í Valshamri.
Nei því miður.. hann er ekki að hrynja neitt lengra...
Frá Stardal
Dótageymsla
Stardalur. Óðinn að leggja af stað í leiðslu.
Óðinn vátryggir.
Það var hér sem slysið átti sér stað, þið takið eftir rosalegum sveig á línunni.
Svona leit eitt brotið út eftir að grjótið féll niður.
Addi í Valshamri.
Gummi í Valshamri. Þessi leið er alltaf jafn skemmtileg, mjög auðveld en það er eitthvað við hana...
Addi að græja sig til að fara upp.
Arm-resting.
Þvílíka blíðskaparveðrið... hér er Gummi að klifra í valshamri 20. ágúst.. daginn eftir Kerlingafjöllin.
Hérna er Addi að klifra Eilíf.
Alveg að toppa.