Skruppum 2 í smá helgarferð daganna 1. og 2. sept. Gengum á 4 tinda, byrjuðum á Kirkjufelli í Grundafirði, um kvöldið var það síðan Drápuhlíðarfjall sunnan við Stykkishólm. Lentum í smá myrkri á leiðinni niður af Drápuhlíðarfjalli, en það bjargaðist vel, og fórum á hótel Stykkishólm yfir nóttina.

Daginn eftir var ætlunin að fara vestur á firði og ganga á Lambatind, en veðrið leyfði ekki ferð þangað, þannig að við skruppum á Hestfjall í Borgarfirði (smá hóll) og síðan á Litla-Björnsfell í kaldadal (sunnan við Þórisjökul).

Myndir

Héðan fórum við upp á Kirkjufellið.
Helvítis þoka þarna... en það er gott að vera með hjálm þegar farið er þarna upp því það er töluvert laust í þessu...
Alveg að komast upp... fyrir þá sem þurfa að þá eru kaðlar þar sem þarf. ATH að þetta fjall er ekki fyrir lofthrædda!!
Þegar upp klettanna er komið er alveg ótrúlega langur hryggurinn sem hægt er að ganga eftir.
Þórhallur á toppnum með Grundarfjarðarbæ í baksýn.
Hér erum við á leiðinni niður, þetta er bratt og gott og því er maður enga stund niður ...
Alveg að komast niður af fyrsta tindi helgarinnar.
Hér fórum við uppá Drápuhlíðarfjall. Þórhallur fór aðeins á undan mér meðan ég var að græja mig til, en náði honum
fljótt..
Sólin að setjast, og við ennþá á uppleið... fórum samt á báða hólanna þarna.
Á öðrum toppnum, komið myrkur og hann er að sjá til þess að hann hafi sönnun fyrir hverjum gengnum metra..
Þetta er Hestfjall í borgarfirði, en við fórum þangað á laugardagsmorgun.
Af Hestfjalli.
Þarna sést móta fyrir Baulu í baksýn.
Hér erum við svo komnir inní kaldadal á leið á Litla-Björnsfell.
Ég að ganga að fjallinu.
Hér er ég svo á toppnum, það er smá móbergsklettur á toppnum sem er hæsti punkturinn.
Þórhallur kominn upp líka.
Gilið þarna meðfram.
Hér er svo suðurhlið Þórisjökuls. Ég hef ekki nafnið á skriðjöklinum þarna í miðjunni.