4 metnaðarfullir fjallamenn fóru af stað á sunnudagsmorguninn 29. okt í skessulegan leiðangur. Við komum að bænum Horn, hittum bóndann þar á bæ og gengum frá honum yfir mýrarnar sem voru sem betur fer dáldið ísaðar. Þegar við nálguðumst fjallið skiptumst við í tvennt, þar sem Gummi, Addi og Óðinn fóru í aðeins tæknilegri leið en hefðbundna gönguleiðin uppá topp. Þórhallur fór hinsvegar rakleiðis gönguleiðina og var lang fyrstur upp.

Við fórum upp smá mixaða ísleið sem er ekkert mjög erfið eða há, en ísinn var samt ekki uppá marga millímetra, og aðallega bara svona snjóklifur. En við sigruðumst á skessunni og komumst allir uppá topp. Útsýnið þaðan er alveg geggjað, og greinilega mikið heimsótt fjall, enda fullt af sporum uppi á topp.

Dagin áður ætluðum við Þórhallur þangað upp, en þurftum frá að snúa og gengum á Arnarfell við Þingvallavatn í staðin.

Myndir

Addi og Óðinn á mýrunum.
Hér erum við aðeins að komast í meiri bratta.
Flottur skugginn af fjallinu.
Smá nestispása.
Hér gengum við undir klettabeltinu (N-veggnum).
Sami staður.
Hér komum við síðan upp. Þetta er ekkert svakalegt, en þið sjáið sporið þarna framhjá klifrinu, þetta er svindl-leiðin hans Adda lata.
Flott
Hérna er Óðinn loksins að komast upp.
Og síðan Addi... þið sjáið hvað þessi mynd er miklu dekkri en af Óðni, það er afþví að Addi var svo lengi upp að það var farið að rökkva þegar hann loksins nálgaðist toppinn..
Hér erum við síðan að gana á toppinn sjálfan.
Ofanaf hryggnum sem tengist Skarðsheiðinni.
Alveg að komast upp, og spor útum allt.
Þetta er svo á toppnum.
Descent
Hérna sést tindurinn úr suðri af hryggnum.
Sama.. nema bara ljósmyndarinn sem er á myndinni, maður verður nú allavega að fá eina mynd af sér úr hverri ferð, það er ekki hægt að taka alltaf alveg glás af flottum myndum af hinum og fá ekkert af sér sjálfum.
Hérna sést hvar við fórum upp, einföld leið og ekki erfið.