Á laugardaginn fórum við í Glymsgil til að hita aðeins upp fyrir stóra klifrið sem átti að vera á sunnudeginum með nokkrum félögum úr Íslenska alpaklúbbnum! Klifruðum leið sem heitir Krókur (3. gr 60m). Það var mjög fínt klifur í príma aðstæðum, og voru fullt af leiðum þarna sem hægt var að klifra. Áin var hinsvegar ekki frosin, en það hefði svosem verið hægt að stökkva yfir hana sumsstaðar...

Leiðina tókum við í 4 spönnum bara svona eftir hendinni, þægilegt klifur í mjög hörðum og stökkum ís neðst, en hann varð aðeins mýkri og betri eftir því sem ofar dró í leiðina.

Á sunnudeginum mættum við niður í Klifurhús eins og um var rætt, þar beið Gísli einn eftir okkur. Við höfðum heyrt það í útvarpinu að það væri ekki einsuinni fært á Kjalarnes, þannig að við vorum fljótir að hætta við að fara í Hvalfjörðinn. Fórum hinsvegar upp smá leið í Úlfarsfelli sem var annskotann ekki neitt... en það var samt mjög gaman að fá að takast á við svona 2m há kerti í svona blindbil.. heheh smá svona alpaútlit á þessu, en ekkert erfitt..

Myndir

Glymsgil undir leiðinni sem við fórum.
Gummi byrjaði að leiða.
Fyrsta spönn.
Hér kemur síðan Addi upp í fyrsta stans, sem var bara rétt fyrir ofan byrjunina.
Þarna var síðan næsta stopp... Addi tók 2. spönn..
Svo kom ég upp til hans.
Alveg að komast... þarna var lítið pláss, enda bara smá skel í fossinum.
Skítkaldur í 14° frosti að klifra.
Ég veit nú ekki alveg hvaða svipur þetta er...
Þetta er rétt fyrir framan Glym.
Þarna er svo Glymur sjálfur... svona hálffrosinn..
Þetta er síðan á Sunnudeginum á leið upp Úlfarsfellið.
Hérna er leiðin sem við fórum í... Frekar lítil og tussuleg, en samt betra en ekkert..
Smá skafrenningur þarna... Gísli efstur af þeim, svo Óðinn og neðstur er Addi.
Óðinn í síðasta kertinu.
Addi fór nú bara við hliðiná því.
Ég varð nú að fá mynd af mér og fór því aftur niður að kertinu.
Alveg að klára þetta.
Svo er þetta náttúrulega bara snilldar ísklifursvæði... verst samt hvað leiðirnar eru stuttar... (Ráðhús Reykjavíkur)
Þetta hafa sko ekki allir gert... enda sást það líka vel á þessum fáu sem sáu okkur.. hehe
Óðinn að leika sér við Ráðhúsið...