Smelltum okkur í múlann, komum inní Rísanda eftir fyrsta haft, og klifruðum eitthvað smá þar og sigum svo niður og skelltum okkur vestar þar sem Stígandi var í notkun. Við fórum þá inní dótaland eins og það á víst að heita þarna hægra megin við stíganda. Klifruðum smá leið sem heitir Botnlanginn (3-4 gr. 25m há). Þetta var fremur auðveld leið og því ákjósanlegur kostur fyrir frumraun Óðins í leiðsluklifri, en hann tók sína fyrstu leiðslu þarna. Þegar upp var komið var tekinn upp aftur gamall siður að opna bjór á toppnum og var það alveg geggjað!

Ísinn er mjög skemmtilega frosinn þar sem hann frýs gjörsamlega lárétt útfrá berginu sem gerir klifrið mjög spes.. hehe en sumar leiðir verða frekar erfiðar við þetta (t.d. Rísandi, neðsta haftið... sá samt leið í gegnum þetta sem var ekki tekið vel í..)

Klifruðum alveg uppá topp og gengum síðan niður gilið austan megin við Rísanda.

Myndir

Regnhlíf í Rísanda.
Horft út í Hvalfjörðinn frá Rísanda.
Hérna er Óðinn, en aðal mission ferðarinnar var auðvitað að láta hann leiða eitthvað hrikalegt.
Við sigum niður Rísanda við vorum það neðarlega að það dugði ein þræðing.
Þetta er fyrsta haftið í Rísanda, það væri vel hægt að komast þarna upp ef maður fer undir regnhlífina og hægramegin við hana upp.
Hér erum við síðan komnir að botnlanganum, tókum smá matarpásu þarna.
Ennþá í pásunni.
Hér er Óðinn síðan loksins lagður af stað.
Þetta eru mjög stuttir fossar þarna, enda 3gr. foss samkv. leiðarvísi í Ísalpriti 1990.
Gummi tryggir.
Og upp fer hann.
Kominn dálítið ofar.
Alveg að komast upp, þarna efst var smá vesen að ná festu, en það sakaði auðvitað ekkert.
Listræn búnaðarmynd að hætti Óðins.
Gummi fór síðan af stað, við Addi fórum sitthvoru megin í kertinu, ég fór utaná regnhlíf þarna, og Addi fór hina leiðina sem Óðinn leiddi.
Hér er ég aftur, íshellismunin litli þarna lengst til vinstri var svo stór að ég hefði getað staðið uppréttur þarna inni.
Svona byrjar þetta... frýs í roki þá frýs þetta bara svona beint útí loftið.
Hérna er ég fyrir ofan Adda, stórhættulegt að sjálfsögðu að vera fyrir neðan einhvern.
Hérna er Gummi síðan að komast uppá topp.
Og síðan Addi, smá ísing í gangi á honum, enda skítakuldi.
Það var lítið hægt að tryggja í þarna, en hann kom niður 2,5 ísskrúfu og einni pottþéttri hnetu alveg við brúnina.
Hérna er síðan leið sem hetiir Frosti (5 gr. 30m)
Síðan var auðvitað að viðhalda eða taka upp hefðina aftur, Í þetta skiptið var notaður Jólabjór og var hann ekkert smá góður.
Eftir góðan Múladag.