Kleifarvatni liggur, og gengið eftir fjallahryggnum, niður að kleifarvatni ogVegna lélegs veðurs var ekki farið í mikla ferð þessa helgina, heldur gengið eftir smá fjallshrygg á Reykjanesi. Hæsti punkturinn var á Stapatindi. Gengið var frá hálsinum þar sem vegurinn að svo veginn til baka. Samtals voru þetta eitthvað um 14 km.

Veðrið var mjög sérstakt, það var skýjað og þoka, en svo létti aðeins til og við sáum á tímabili einungis spegilmynd sólarinnar í vatninu sem var mjög flott.

Myndir

Hér er einn af steinunum sem við stukkum uppá á leiðinni.
Hér er ég kominn á næsta..
Sólin að rísa.
Smá pása... frá vinstri: Þórhallur, Leifur, Stefán og Gunnar.
Enn einn steinninn.
Og enn annar...
Ekki búið enn...
Þetta er semsagt strönd Kleifarvatns, þetta er spegilmynd sólarinnar sem sést í vatninu.
Aðeins að létta meira til..
Áfram var haldið, þetta er mjög auðveld leið og ágætlega fjölbreytt. Skemmtileg þegar maður klifrar uppá alla steinanna sem maður sér.
Hérna erum við að lækka okkur, og farið að létta ennþá meira til, farið að mynda fyrir sólinni sjálfri..
Komið við á enn einum steininum.
Hér fórum við síðan niður að vatninu.
Flottur dagur á flottum stað.
Hér fórum við niður að vatninu, og gengum síðan með því til baka.
Niður við vatnið.
Á bakaleiðinni.