Ég fór á laugardeginum á Stóra Björnsfell með Þórhalli, Stefáni og Gunnari tind-átum. Veðrið var alveg geggjað, aljgjörlega heiðskýrt mestallan daginn þó að það hafi verið ansi kalt fyrri partinn. Við gengum einhverja 17 km leið frá línuveginum úr hlíðum Skjaldbreiðs alveg uppá Stóra Björnsfellið og í kringum gíginn sem er þarna uppá toppnum.
Ég fór aðeins aðra leið en þeir upp snjólínu í einu gilinu þarna, tók einnig eftir einum ágætis ísfossi sem ég hefði alveg verið til í að fara upp ef ég hefði verið með félaga í það og allan búnað. Hann var að vísu ekki stór, en alveg ásættanlegur samt, allavega svona á leið annað.
Svo fékk Stefán að koma með mér sömu leið niður og fékk aðeins að prufa hvernig á að ganga niður brattann snjó með ísaxarbremsu ásamt hliðrun um nokkra metra í bröttu harðfenni, þar sem við komum niður að svona 15m hárri hengju og þurfum að sneiða framhjá henni.

Myndir

Línuvegurinn liggur frá kaldadalsvegi að kjalvegi.
Héðan gengum við.. Stóra-Björnsfell beint að augum.
Að nálgast aðeins... Þarna sjást ferðafélagarnir aðeins nær fjallinu.
Mjög flottur dagur, kalt í veðri, heiðskýrt og smá vindur.
Til hægri er Skjaldbreiður...
Alveg að komast að fjallinu.
Hérna sést í Hlöðufell til vinstri.
Byrjaðir að hækka okkur aðeins.
Hér kemur Þórhallur.
Hérna sést snjólínan sem ég fór um.
Að komast að línunni.
Hérna er síðan ísfossinn.
Snjólínan, þetta var svona hart púður.
Horft niður að fossinum fyrir ofan snjólínuna.
Þetta er síðan alveg uppá topp þar sem við gengum í kringum gíginn.
Horft til suðausturs, Hlöðufell hægra megin og Högnhöfði lengst til hægri í bak.
Enn á hringnum.
Síðan var haldið niður, hér er Stefán að koma niður línuna.
Komnir niður línuna, og ákváðum að halda áfram niður gilið.
Hérna þurftum við síðan að hliðra okkur um nokkra metra.
Þetta er ástæðan fyrir hliðruninni.
Þetta er síðan á sunnudeginum, Þarna er ég í Grafarfossi sem er sunnanmegin í Esju. Vel sést yfir Mosó, og yfir til Reykjavíkur frá þessum stað.