Gummi, Addi og Óðinn skelltum okkur á mixed rock and ice klifurnámskeið í Múlafjalli undir leiðsögn Jökuls Bergmanns fjallaleiðsögumanns. Með þessari þekkingu er hægt að lengja veturinn í báðar áttir umtalsvert. Þetta er tækni sem er notuð til að klifra í litlum eða engum ís, en samt notast við sama útbúnað og er notaður í ísklifrinu... þaraðsegja brodda og ísaxir.Þetta var þrususkemmtilegt og krefjandi, og er þetta eitthvað sem við eigum eftir að blanda við klifurmynstur okkar í framtíðinni.

Við settum upp 2 akkeri fyrir ofan leiðir í Múlafjalli þar sem við fengum að spreyta okkur í mix-klifri eða "dry-tooling" eins og sumir vilja kalla það. Að lokum prufuðum við að smella upp línu hjá Pabbaleiðinni sem er við hliðina á leiðinni Íste - og fengum við að prufa hana. Eftir fyrsta haftið þar missti ég aðra exina og náði samt næstum því að klára leiðina á hinni, en náði því samt ekki... helvítis aumingjaskapur hehe

Þegar menn eru búnir að ná sæmilegum tökum á ísklifrinu er fínt að skella sér á svona námskeið til að víkka klifurtæknina hjá manni, því hér skiptir máli að nota líkamsþyngdina og allskyns tækni til að festa axirnar í sprungum og nibbum sem þú finnur í klettunum.

Myndir

Gummi að reyna að finna einhverjar andskotans fótfestur... mjög lítið um þær þarna..
Óðinn í miðri leið.
Menn spreyttu sig á öllu þarna eins oft og þeir gátu.
Eins og sjá má var smá ísþynna yfir klettunum.. en sénslaust hefði verið að koma inn skrúfum.
Óðinn kominn á fyrsta pall í leiðinni.
Jökull fylgist með.. Gummi að klifra í baksýn.
Óðinn í miðri leið.
Áfram drösslast hann... Þetta er allt öðruvísi tækni heldur en í ísklifri þar sem maður stendur alltaf beinn.. maður þarf að beita líkams-
þyngdinni í þessu og snúa sér á milli hliða og nota allt í kringum þig.
Gummi er reyndar ekki svona paranoid að hann þurfi alltaf að klifra með sjúkrapokann á sér, en var við öllu búinn.
Gummi í einhverjum æfingum.
Black diamond Viper
Rétt áður en öxin flaug...
Hérna einhversstaðar missti Gummi aðra exina niður úr Pabbaleiðinni.
Axaleysið bætir, hressir og kætir !
Þarna er Gummi semsagt að klifra á einni exi. Hann vill láta kalla þetta Mónóleiðina núna... mono broddar og mono exi. En hann náði
ekki að klára þannig að hann hefur ekkert um það að segja.
Hér er síðan allt önnur leið við hliðiná, auðveldari en skemmtileg.
Línurnar 2 í byrjun.
Addi tryggir.
Hér er Addi að mixa leið í botn.
Í miðri leið.
Þetta er fyrir ofan klettanna þar sem við settum upp toppakkeri.
Jökull útbýr framlengingu toppakkeris með static línu.
Óðinn er alltaf jafn þyrstur kringum myndavélar...
og loks hundaklifurtæknin fræga !