"Hey! Addi, við skellum okkur bara í þessa leið ! það er nú aldeilis kominn tími til að við hættum þessum kellingaskap alltaf og förum í eitthvað alvöru " sagði Gummi þegar við vorum að rölta inní Glymsgil á laugardaginn. "Hmm... jjjjaaaaááá já... " svaraði Addi og ég náði alveg að sannfæra hann að við skyldum fara í þetta þegar ég bauðst til að leiða þetta.

Stefnan var tekin á Spönnina (gr. 4 35m 1spönn, lóðrétt kerti). Ég hef nú klifrað einhverjar 4gr. leiðir og þetta var allavega sú al-erfiðasta af þeim. Ég ætla nú samt ekki að tuða yfir því heldur segja sögu ferðarinnar sem var náttúrulega bara crazy í alla staði, enda er þetta skráð af meisturum!

Ég lagði í hann bara í rólegheitunum, fór uppá smá pall þarna neðst í því og skrúfaði aftaní kertið og kom fyrir ágætis skrúfu m. lengjanlegum tvist. Svo hélt ég upp kertið sem gekk bara nokkuð vel svona í fyrstu, ég setti inn nokkrar skrúfur, og fann á einum stað fínan stans þar sem ég gat á einhvern óskiljanlegum hætti troðið annari löppinni í smá "sprungu" þarna í herlegheitunum og skrúfaði þar.
Vegna mikils bratta og þreytu í framhandleggjum smellti ég inn screamernum og hélt síðan áfram. Það var svo einni skrúfu og nokkrum metrum ofar þar sem leiðin var meiraaðsegja að vera búin, svona 2 metarar eftir uppá brún og minni bratti, að þá hrundi ég niður nokkra metra... og þar sem ég var ekki að notast við fetla (ólar á milli axa/handa) að þá tókst mér á ótrúlegum hátt að týna annari exinni í snjónum fyrir neðan leiðina þar sem ég hélt að hún hefði orðið eftir efst í kertinu leituðum við ekki að henni fyrren við vorum búnir að pikka allt útúr veggnum. Það hafði snjóað og skafið vel yfir þegar ég fattaði að hún hefði lent einhversstaðar þarna að þá var ekki séns að finna hana þrátt fyrir 2tíma leit þannig að ef einhver finnur Petzl Quark exi í glymsgili þá vitiði hvað...

Þetta var allavega mjög lærdómsríkt, en ef öryggisatriðin eru í lagi eins og það var í þessu tilviki að þá þarf ekki að hafa mjög miklar áhyggjur.

Myndir

Að leggja í'ann.
Það er smá pallur þarna neðst fyrir neðan kertið sjálft..
Smá öðruvísi angle..
Að komast á pallinn.
Fyrsti stans.. (pása).
Þarna var fræga lappafestingin..
Svo var haldið áfram.
Kominn aðeins ofar..
Rétt fyrir fallið... það var aðeins ofar. Þetta er allavega síðasta myndin. Ég veit ekki hvað ég á að segja meira, en ég var eitthvað hálf orkulaus þennan dag
enda á þetta nú ekki að vera neitt svakalega erfitt...