11 meðlimir Íslenska alpaklúbbsins mættu til leiks í ísklifur í Grafarfoss / Granna á sunnudag. Veðrið var alveg til fyrirmyndar, Grafarfossinn var heldur blautur þannig að við snerum við úr honum, enda skein sólin líka beint á hann. Nokkrir léku sér í Grannanum við frábærar aðstæður og einnig prufuðum við nokkrir að bouldera smá mix þarna á milli fossana, það var mjög fínt, hefði samt verið til í að hafa toprope þarna til að fara svoldið hærra...

Þetta var líka allavega fínt til að teyjga úr sér og koma sér í gang aftur eftir fallið.

Myndir

Það þarf að dusta snjóinn af smellufestingunum.
Mata sig upp.
Klára allar festingar.
Og þá er lagt af stað.
Óðinn og Gísli byrja á Grafarfossinum. Takið eftir því hver er hvoru megin.
Tryggingamenn að störfum.
Ágætis útsýni þarna í átt að RVK.
Örlygur að klára Granna.
Aðeins víðara skot.
Hérna sjáiði hvoru megin þeir enduðu svo... sólin að koma.
Mjakast áfram..
Svo var tekin stans frekar neðarlega og Addi fyrst tekinn upp.
Óðinn í stansinum.
Og síðan Gummi á eftir.
Gísli kíkir yfir klakann..
Hópurinn
Óðinn að meika'ða
Gummi að spreyta sig.
Að brjóta kertið.