Við fórum 4 saman í Haukadalinn um helgina, vorum alveg komnir á tíma með að skoða ný klifursvæði. Meðferðis voru Óðinn, Gummi, Arnar og Davíð(broddalaus ljósmyndari).
Gistum í bústaðnum hjá Adda í Borgarfirðinum á föstudagskvöldið. Tókum daginn nokkuð snemma af stað, brenndum inní Haukadal skíthræddir við þennan bilaða bílstjóra sem enginn okkar skilur hvernig bílprófið fékk :D Sem endaði auðvitað með því að hann ók ofaní eina skaflinn á svæðinu þar sem við gengum frá og festi bílinn.

Við gengum þó inní gilið og byrjuðum auðvitað að kveikja upp í kolunum til að grilla lærið sem við keyptum til ferðarinnar! Þetta er í fyrsta skipti sem ég grilla í frosti og snjó á kolum úti í náttúrunni, algjör snilld!

Augun okkar fylgdust vel með Trommaranum, en hann var alls ekki í klifuraðstæðum vegna mikilla kerta, sem áttu aldeilis eftir að segja til sín síðar. Við ákváðum því að fara bara einhverja easy leið fyrst við vorum nýjir á svæðinu og flestar leiðirnar þarna voru ekki í alveg nógu góðum aðstæðum eða mixaðar, og þar sem við erum ekki farnir að leiða mikið mixaðar leiðir ennþá að þá vildum við ekki gera það þarna þar sem við erum utan fjarskipta og lengst úti í ra$$g@t!.

Við klifruðum því leið sem heitir Aumir fingur sem er 3-4 gráða 60m - auðveld og þægileg leið. Þegar upp var komið tók við leitin að sigboltunum sem voru skráðar í leiðarvísinum. Við gátum ekki fundið þá þannig að við ákváðum að tjékka á að síga niður Trommarann þar sem ísinn var ekkert mjög traustvekjandi þarna efst í fingrunum.

Efst í trommaranum var alveg geggjaður v-þræðingaís sem við notuðum til niðurferðar. Ég fór fyrstur niður og tók það svoldið á sálina að fara framaf brúninni þar sem þetta er dálítið hátt og mjög kertað og óslétt þarna. Þegar ég var um hálfnaður niður brotnaði stórt kerti við hliðiná mér sem var töluvert stærra en ég og lenti utaní vinstri ökklanum á mér, beint á liðakúluna. Það fyrsta sem ég hugsaði var auðvitað bara "andskotans djöfulsins helvítis kerti maður, fokk hvað þetta var óþægilegt". Þegar ég var hinsvegar kominn niður gat ég alls ekki stigið í löppina og hélt á smá tímapunkti að ég hafi ökklabrotnað. Ég náði að koma mér einhvernveginn að leiðinni sem við klifruðum og gæddi mér á besta grill-læri sem ég hef fengið, enda ekkert smá svangur og pirraður.

Það tók mig ca. 2 tíma að drullast niður úr gilinu, enda bara einfóttur og með miklum stuðningi frá Óðni sem á hrós skilið fyrir að hafa hjálpað mér niður alla leiðina.

Það var ýmis lærdómur dreginn af þessum degi, að taka ekki með broddalausan ljósmyndara, ekki vera að þvælast í súper kertuðum leiðum og ekki meiða sig þegar maður er staddur einhversstaðar lengst í burtu.

Myndir

Að gera grillið tilbúið!
Addi leiddi leiðina.
Dabbi og Óðinn tryggir.
Addi í miðri leið.
Kominn svoldið hærra... þetta var alltof auðvelt þarna neðst, en leiðin varð ágæt þegar ofar dró.
Menn taka bara sinn tíma í þetta.
WTF ?
Gummi að ljósmynda(láta sig dreyma) Trommarann og Brennivín.
Og ofar paufast Addi
Það má sjá ýmsar skrítnar stellingar hjá klifrurum, þessi verður nú að heita lambda... það vantar þó aðeins uppá hægri hendina til að vera fullgild.
Hér byrjar Brennivín. Klifrað er upp kertið, út þakið og svo áfram upp klettana.
Svo loksins fengum við Óðinn að koma upp, og fórum við nokkuð samtaka. Það getur þó verið svoldið hættulegt, sérstaklega ef bilið á milli er mikið.
Í miðri leið.
Auðvitað tók ég vélina með, hérna er ein tekin niður á Óðinn.
Svona lítur þetta út frá klifraranum. Óðinn beljaði sig nú bara inn á meðan ég var í ljósmyndastoppi.
Svona lítur þetta út ef maður lítur beint til hliðar.
Horft út dalinn í miðri leið.
Og upp klórar Óðinn.
Auðvitað klikkaði Óðinn heldur ekki að vera með vélina sína.
Þetta eru nú meiru rassamyndirnar...
Um að gera að nýta klettana líka, sérstaklega þegar maður er búinn að fara á mixnámskeið.
Svo erum við að komast uppá smá brún þarna.
Þotumynd.
Síðan komumst við uppá brún og svona leit það út.
Fyrir ofan Trommarann þar sem við sigum niður.
Addi að koma fyrir V-þræðingu.
Hér erum við staddir fyrir ofan Trommarann... Takið eftir að það eru margar "regnhlífar" í leiðinni og mikið búið að frjósa niður af þeim, þessvegna var
leiðin svona slæm.
Hér er ég svo að síga niður Trommarann.