Ísklifur
Á föstudagskvöldinu brenndum við uppí Landmannalaugar þar sem spáin var rosalega góð fyrir laugardaginn og ætluðum við að taka helst 2 tinda í nágrenninu. Það endaði þó með því að þetta varð hinn fínasti jeppatúr, en enginn tindur tekinn. Það var nú ekkert svo mikill snjór, en samt auðvelt að festa sig, sérstaklega þar sem snjórinn var frekar blautur vegna hláku.
Sunnudagurinn var tekinn í Hvalfirði, í Ýring í Brynjudal. Við fórum samt ekki efsta haftið vegna þunns ís, en við hefðum alveg verið til í að top-rope'a það. Gerðum það samt ekki og sigum bara niður eftir samt mjög fínan klifurdag.