Það hlaut að koma að því að við fengjum að frumklifra leið, og það gerðist núna þegar Olli sendi á ísalp að hann hafði tekið eftir flottum leiðum á leið sinni gengum Húsafell þegar hann var að koma úr Kaldadalnum. Við höfðum reyndar haft auga á nokkrum giljum þarna í haust, en þá var hinsvegar ekki næg ísmyndun til að hægt væri að skoða það nánar.

Í þessa ferð kom með okkur ljósmyndarinn Gísli Hjörleifsson sem er að vinna með Gumma hjá 112. Og eru flestar myndirnar úr ferðinni frá honum.

Við allavega skelltum okkur uppí bústaðinn hjá Adda í Borgarfirðinum á föstudagskvöldið og lögðum síðan af stað í Húsafell á laugardagsmorgninum. Við keyrðum framhjá Húsafelli fyrst, en komumst auðvitað ekki langt þar sem vegurinn er ekki í fólksbílaaðstæðum. En það var nóg til þess að við sáum í umrætt gil. Við keyrðum síðan að bænum "Gamla bæ" og gengum uppí hlíðina, aðkoman er svona 45 mín ganga með smá hækkun. Best er að koma ofanað og ganga ofaní gilið að vestanverðu.

Eftir að hafa skoðað svæðið svoldið var ákveðið að skella sér í eina leiðina þarna sem leit vel út. Gísli er með ákveðið "þema" í ljósmynduninni hjá sér, en hann keypti sér svona gúmmíönd í leikfangabúð sem hann tekur myndir af við ýmis tækifæri... (klifrandi, hræðandi.. ofl.) Ég var að sjálfsögðu látinn klifra með öndina hangandi aftaní mér upp og fékk því leiðin nafnið Andarspönnin. Samt tókum við leiðina í 2 spönnum þó stutt var því ég var eitthvað hálf tæpur þarna. Ég leiddi semsagt fyrri spönnina og Óðinn þá seinni.

Hugmyndir eru uppi um að fara þangað aftur sem fyrst og klára helst flestar leiðirnar þarna... Jafnvel að taka með sér fleiri leikföng og nefna leiðirnar eftir þeim... kannski verður þetta svæði svo bara kallað leikfangaland... hver veit..

Myndir

Að nálgast svæðið..
Addi á leiðinni
Arnar
Óðinn
Gummi
Gummi St.
Addi og Gummi að gera sig tilbúin
Gíraður upp..
Alveg að komast á svæðið.
Það gleymdist víst að taka með hjálm á öndina..
Að komast uppá smá pall.
Óðinn gerir sig ready að leggja í'ann.
Og síðan Addi á eftir.
Frá stansinum
Nágrannaleiðir..
The duck pitch, WI 4 40m
Give the duck a beer. Fínt til að róa hana niður eftir þetta..
Svona lítur þetta út.