Áfram héldum við í Teitsgilinu um helgina þrátt fyrir að við vorum allir eitthvað hálf slappir, Gummi búinn að vera veikur síðan á festivalinu, en við skelltum okkur samtsem áður í Teitsgilið við Húsafell og tókum aðra leið.

Það var eins gott að við ætluðum að hita upp á einni auðveldri leið því þegar við vorum lagðir af stað í leiðina var greinilegt að eitthvað amaði að okkur. Addi hætti að leiða eftir næstum hálfa leiðina, hann einfaldlega hafði ekki orkuna sem til þurfti í þetta. Óðinn var því fenginn í verkið og kláraði samt með því að þurfa að hengja sig aðeins til hvíldar. Hann kom síðan upp tryggingu uppi og tók okkur Adda upp. Við vorum svo gjörsamlega ónýtir að við skiptumst á að klifra uppað næstu skrúfu og hengdum okkur í þær meðan við biðum. Mér hefur aldrei liðið svona asnalega í klifri áður, en við vorum svo slappir að við skiptumst eiginlega bara á að klifra og grenja...

Við hlógum samt mikið af þessu hjá okkur, og ákváðum að við færum sennilegast ekki veikir í ísklifur á næstunni...

Leiðin sem við fórum ákváðum við nafnið RubberChicken, því að þessu sinni vorum við með gúmmíhænuleikfang meðferðis, það klikkaði þó að taka myndir af henni sjálfri í klifrinu, en við redduðum því þegar við komum að bílnum.

Myndir

Hér er komið að gilinu, og farið ofaní það. Það var hinsvegar svoldið leiðinlegra að komast í það að þessu sinni þegar snjórinn var að mestu farinn.
Svona lítur þetta út.
Andarspönnin gamla góða.
Við litum hinumegin í gilið, þar er flott þunn lína sem við þurfum að taka sem fyrst..
Ætluðum jafnvel að fara í þessa eftir "upphitunarleiðina"
Addi lagður af stað í leiðina... seig svo niður stuttu seinna útaf hrikalegum slappleika, sem hrjáði okkur alla.
Þetta er nú ekki nema svona 35-40m, en það þarf ekki meira þegar menn eru veikir.
Síðan fékk Addi að tryggja Óðinn þegar hann fékk þá að klára leiðina. Glöggir menn taka eftir nýjum öxum hjá Adda.
Tryggjari.
Og Óðinn klárar leiðsluna.
Við Addi klifruðum svo nokkuð samhliða upp, þetta er erfitt þegar maður er alveg að skíta á sig... hehe... ég held að ég hafi aldrei áður hlegið svona
mikið í miðju klifri...
Hér er Gummi að komast uppí stans. Stutt og brött kerti eru þarna í baksýn, þau eru alveg 90° og væri hægt að gera ýmislegt í þeim...
Og Addi pumpar sig upp... Hann kvartaði eitthvað yfir því að geta ekki hangið í fetlunum, en við Óðinn losuðum okkur við fetlanna fyrir nokkrum mán.
Hann er nú að hafa þetta greyið..
Það er greinilega heitt vatn/kísill í þessari á þarna..
Sumir eru bara veikari en aðrir... við vorum allir veikir... en ekki allir "sick"... Þetta er allavega RubberChicken.
Svona lítur þetta út núna..