Ég er búinn að vera að fara nokkrar hálendisferðir með Tetra sendana og hef auðvitað tekið nokkrar myndir sem mig langar að láta flakka hingað inn. Þetta eru sendar sem munu dekka stóran hluta hálendisins, og að þessu sinni vorum við að setja upp á Sprengisandsleið. Mikil bleyta er á hálendinu og fengum við að moka bílinn upp þónokkrum sinnum, en það er auðvitað bara gaman.

Í einni ferðinni komu björgunarsveitarbílar með frá bæði Hellu og Árborg og var alveg þörf á því að fá hjálp þar sem allt var mjög blautt og þungt færi.

Myndir

Meistarinn úr Árborg fylgist með Hellumönnum fara yfir ána í Nýjadal.
Svo varð auðvitað Hella að fylgjast með Árborgarmönnum..
Einn, tveir og BUMP.
Beint á trýnið.
Það var prufað að festa sig á öllum hliðum og hjólum..
Annað sjónarhorn.
Svo verður maður nú að prufa að festa almennilega... helst þannig að maður nái ekki að opna hurðarnar einusinni og þurfi að fara útum gluggana !
Þurftum að brjóta ís og moka svoldið...
Á meðan fékk loftið að njóta sín.
Svo er gert reddý til að kippa aðeins í'ann..
Svona þarf að fara inn/út.
Hálf blautur greyið..
Það var fljótlegt að komast inní hann aftur... bara aðeins að moka sig inn..
Hér erum við að fara á einn tind með sendi.
Mikið stuð oft í að komast upp á þessa staði.
Smá view..
Annað sjónarhorn... svona lítur þetta út hjá LV.
Og ein svona í restina..