Það hlaut að koma að því að maður tæki fram gönguskóna í stað ísklifurskóna!

Við skelltum okkur 4 austur í Skaftafell á páskadagseftirmiðdegi, ég, pabbi, Þórhallur og Olli. Við gistum í Bölta (skáli fyrir ofan tjaldstæðið í Skaftafelli) vöknuðum kl. 5.30 og fengum okkur að borða og gengum af stað. Gengum inn Morsárdalinn og yfir Morsána þar sem hún kemur úr jökullóninu. Verst að brúnni hafði skolað niður ána þannig að við þurftum að vaða yfir hana og hún var nú svona í kladara laginu, enda að koma beint undan jöklinum.

Eftir hressandi jökulárvað komum við svo loksins að brekkunni innarlega í dalnum. Mjög flott útsýni er þarna, sérstaklega þegar maður fer að hækka sig upp. Við gengum þarna uppeftir, fórum uppá hrygginn undir Þumli og inná jökul. Ýmislegt hefði mátt fara öðruvísi í leiðavalinu hjá okkur en það er auðvitað alltaf gott að vera vitur eftirá..

Myndir

Að koma niður af hálsinum og á leið inní Morsárdal.
Að komast inní Morsárdal.
Morsárjökull og lónið sem myndast hefur fyrir framan hann.
Hér þurftum við að vaða yfir ána.
Komnir yfir ána og höldum inn dalinn.
Fínasta speglun þarna.
Nokkrir lækir sem þarf að hoppa yfir áður en maður kemur að brekkunni.
Hérna erum við farnir að hækka okkur svoldið og þá sést hér alveg inní botn á dalnum. Mjög fallegt útsýni þarnja og liturinn á mölinni er alveg að gera sig.
Olli að koma upp fyrstu brekkurnar.
Það er hægt að laumast í vatnssopa hér og þar neðarlega í leiðinni.
Olli og Jón koma upp.
Komnir uppí snjó.
Hérna er smá skot sem ég náði af smá snjóflóði þarna, þetta var nú samt eiginlega bara mökkurinn á eftir flóðinu því ég þurfti auðvitað að grípa vélina.
Athugið að það sést í tindinn þarna efst.
Áfram héldum við.
Efst þarna í miðjunni er Miðfellstindur, nokkrar flottar línur eru þarna sem væri hægt að fara aðeins fyrr árs eða í meiri kulda, því okkur sýndist þetta vera
hálfgert frauð.
Gengum upp eftir hrygg uppað skarðinu til að losna við illa útlítandi snjóbrekku sem virtist svo ekki vera eins hættuleg eins og við héldum í fyrstu.
Þórhallur fetar sig eftir hryggnum.
Þórhallur og Jón koma upp eftir hryggnum.
Hér eru svo bara lokaskrefin á toppinn sjálfan!
Á toppnum
Og svona lítur Morsárdalur út af toppi Miðfellstind.
Olli hringir heim.
Hér er svo Þumall í öllu sínu veldi.
Svo var þokan farin að læðast upp dalinn í dagslok. Við vorum svo komnir alveg til baka um kl. 22 eftir langan dag.