Skelltum okkur í Valshamar til að bjóða sumarið velkomið. Mjög góðir veðurdagar hafa komið upp hérna undanfarið og við erum búnir að fara nokkrar kvöldferðir í Valshamar til að hita upp fyrir sumarið en við ætlum einmitt til Kalymnos í sumar, en meira um það seinna..

Gleðilegt sumar og njótið myndanna, vonumst til þess að þetta hvetji ykkur til að fara út að klifra.

Myndir

Óðinn
Ákvað að láta þessa flakka með líka þótt skugginn á hendinni eyðileggi hana svoldið.
Sprunguklifur
Gummi
Addi að hnetast.
Það þarf stundum að beita smá brögðum til að halda hlutunum... Þetta var samt ráðlagt af tannlækninum hans.
Ég veit ekki afhverju, en hann grettir sig alltaf alveg hrikalega þegar hann er að gera eitthvað.. ?
Óðinn klifrar dótasprunguna.
Vinaleg sprunga.
Óðinn að faðma vegginn...
Alveg að komast upp.