Við strákarnir getum auðvitað ekki verið íslausir í mikið meira en mánuð í senn þannig að við ákváðum að skella okkur í smá Ísbíltúr í Gígjökul. Það var fínt veður, við lögðum bara af stað laust fyrir hádegi 4 saman. Gummi og Halli bróðir hans, Addi og Óðinn. Við tókum að sjálfsögðu með myndavélina og nýju axirnar sem eru mjög skemmtilegar í svona leikaraskap.

Gígjökullinn er gjörsamlega að verða að engu! og neðst í honum eru nokkrir 2-5 metra ísklumpar og önnur skemmtilegheit sem er hægt að leika sér í. Það eru ekki mjög góðir æfingaveggir þarna núna eins og var t.d. fyrir 18mán. síðan heldur bara smá 8m veggir sem eru þó vel brattir en maður nennir takmarkað að vera hangandi í svona stuttu klifri þannig að við ákváðum að prufa svona Ís-boulder sem var bara mjög skemmtilegt, en frekar hættulegt auðvitað, allvega svona í þunnu dóti.

Allavega að þá er þetta skemmtileg tilbreyting, en passið að fara með öllu að gát þar sem ísinn er mis-traustur eins og við fengum að sjá þegar ísklumpur sem einn okkar hékk í brotnaði niður.

Myndir

Hér erum við alveg að komast á jökulinn, nokkrir jakar úti í lóni.
Rosaleg bráðnun þarna... Við vorum þarna fyrir einhverjum 3 vikum og þá var þetta aðeins stærra og mölin var ekki farin að hrynja ofaní vatn
Smá leiðbeiningar.
Viper í forgrunni, Nomic í bakgrunni.
Óðinn glímir við smá brún.
Óðinn
Svo myndar þetta hin ýmsu form. Allt á síðasta snúning hinsvegar.
Pínulítill veggur þarna sem við þurftum að síga niður til að komast niður að ís-stykkjunum.
Óðinn að klifra í frauðís.
Addi að búldera
Addi að detta
Gummi að búldera
Skemmtileg verkefni
Sósíal stemming
Addi í sinni stellingu.
Smá product skot fyrir CM.
Einn tveir og stökkva.
Annar stökkstíll
Gummi að reyna fyrir sér tæknilegt ísklifur... vantar nú svoldið uppá þetta hjá honum...
Smá brot þarna fyrir þá sem vita.
Frá sama stað nokkrum helgum áður þegar við Addi vorum bara hérna tveir... þá leiddi hann upp veggstubbinn þarna..
Annað sjónarhorn.
Fengum hugmyndina þá á Ísboulderinu...