Við Addi fórum með 8 hrausta menn á Hvannadalshnúk á laugardeginum 19. maí. Við lögðum af stað úr bænum um kl. 1 á föstudagskvöld. Komum austur í Skaftafell, fengum okkur að borða og lögðum síðan strax af stað upp Sandfellið.

Við vorum ca. 12 tíma bæði upp og niður, enda var haldið vel áfram allan tímann. Mikið var af fólki á þessum degi og held ég að það hafi verið hátt í 200 manns sem fóru þarna upp! Veðrið var bjart, en mjög hvasst var uppá jöklinum sjálfum. Það er hinsvegar gott kælikerfi þannig að það var bara vaðið áfram upp brekkuna.

Við þökkum ferðafélögum okkar kærlega fyrir góðan dag á fjöllum og vonumst til að þeir haldi áfram á sömu braut og skelli sér á flotta nærliggjandi tinda þarna í nágrenninu, enda á miklu að taka og rosalegt útsýni á mörgum þeirra.

Myndir

Gengið upp Sandfell.
Byrjað er að ganga frá bílastæðinu sem sést glitta í þarna bakvið, greinilegur göngustígur er upp á Sandfellið sjálft.
Við vorum samtals 10 í hópnum.
Smá vatnspása, í baksýn sést Svínafellsfjall og fyrir framan hann sést Virkisjökullinn þar sem hann sameinast Fallsjöklinum.
Og áfram var haldið upp.
Rosalegur fjöldi að fara með ÍFLM.
Áfram héldum við, búnir að taka framúr fyrsta hópnum.
Bjuggumst nú ekki alveg við þessari sjón. Einhver talaði um að hann hefði viljað vera með hólkinn með, en ég skaut þær bara með linsunni.
Hér erum við svo að nálgast skarðið þar sem farið er uppá jökuklinn sjálfan.
Hérna erum við að fara uppá Hnúkinn sjálfan, sprungurnar þarna í baksýn eru upptök Virkisjökuls.
Það er kaflaskipt brekkan uppá Hnúkinn, en hún er brött sumsstaðar og nokkrar sprungur eru sjáanlegar.
Hér er síðan mannsskapurinn kominn á toppinn!
Addi
Gummi
Svo á leiðinni niður mættum við nokkrum hópum sem voru á uppleið, Það liggur við að það hafi þurft umferðarskilti.
Margir hópar voru á ferðinni þennan dag, enda mjög góður dagur, bjart og gott ústýni.
Dyrhamar blasir við himinn.
Farið yfir sléttuna að brekkunni endalausu.
Dyrhamar svíkur ekki, þetta eru tveir drangar sem standa uppúr Hvannadalshryggnum rétt fyrir neðan Hnúkinn sjálfan.
Hér erum við á bakaleiðinni að komast yfir sléttuna og ef vel er að gáð að þá má sjá að tindurinn er eins og mauraþúfa.
Komnir útá brún á leið niður.