Klettafestival Ísalp var haldið hvítasunnuhelgina 25-28 maí á Hnappavöllum. Við skelltum okkur að sjáfsögðu austur spenntir og góðir. Á laugardeginum fór Gummi hinsvegar á Hvannadalshnúk með FÍ á meðan klifruðu Addi, Óðinn og Dabbi. Veðrið var þó frekar misjafnt og skruppu þeir 3 í bíltúr til Hafnar í sund með smá myndastoppum hér og þar. Á sunnudeginum var Gummi mættur með á Hnappavellina og klifruðum við eitthvað smá, en mjög lítið þó þar sem það var frekar kalt og svo byrjaði að blotna.

Dabbi, Óðinn og Addi fóru svo í Gerðuberg með Fríðurnar sínar laugardaginn 23. júní. Gummi var þá í Kaldadal að koma sér í einhver bölvuð vandræði, og komst ekki nærri því allt sem hann ætlaði sér, meira um það seinna.

Við erum að undirbúa ferð okkar til Kalymnos sem verður farin 14. júlí, en þá verður reynt að taka vel á því í steikjandi hita.

Myndir

Addi eins fallegur og hann er.
Hraðakeppnin á Hnapavöllum.
Óðinn að finna lyktina af Adda.
Line !
Eins og áður hefur komið fram að þá eru mörg svipbrigði sem Addi setur upp þegar hann þarf að reyna á sig.
Svo reynir hann að passa sig eitthvað þegar hann sér myndavélina.
Óðinn (HDR)
Björgvin H.
Óðinn í bestu leið landsins... verst að við náðum ekki að klára hana í þetta skiptið.
Illegal car park !
Dabbi í Gerðubergi.
Óðinn.
Friða.
Alveg að komast upp.
Addi klifrar Stigið milli stuðla.