Það kom að því að næsta alvöru ferð væri farin! Ég, pabbi og Þórhallur skelltum okkur norður á Akureyri á föstudeginum því á laugardeginum var hápunktur útivistarsumarsins - sjálfur Glerárdalshringurinn en hann er um 50km langur og er heildarhækkunin rétt um 4000metra !

Ferðin var í alla staði glæsileg, hátt í 70 manns lögðu af stað frá skíðahótelinu við rætur Hlíðarfjalls kl. 8 á laugardagsmorgun í þrem mismunandi hópum, skipta eftir gönguhraða.

Hópurinn dreifðist mjög mikið fljótlega og var ég með þeim öftustu í honum til að njóta útsýnisins sem best og taka myndir. Enda ekkert smá útsýni og einstaklega gott veður ! Ég kláraði hringinn á 23 tímum og var bara mjög ánægður með það, enda orðinn hálf þreyttur. Við vorum þrjú sem gengum saman seinni hluta ferðarinnar og voru þau alveg einstaklega góðir ferðafélagar og þakka ég þeim innilega fyrir frábæra ferð!

Veðrið var alveg fáránlega gott, Rosalega bjart og fallegt yfir þegar komið var uppúr skýjunum, það var svo lyngt að það blés varla úr nös. Verst að ég gleymdi að taka með mér sólarvörn, þannig að ég er hálf rauður... en það er bara flott... hehe

Ég lagði mig svo aðeins á sunnudagsmorgninum áður en við héldum síðan heim. Keyrðum suður Kjalveg, enda algjörlega heiðskýrt yfir hálendinu, hendi kannski inn einhverjum myndum á ljósmyndahluta síðunnar frá þeim slóðum.

Myndir

Hópurinn að leggja af stað frá Skíðahótelinu Hlíðarfjalli.
Kominn uppúr þokunni.
Komnir uppá fyrsta tind.
Smá þoka læddist yfir hryggina á einstaka stað.
Gengið upp hrygg í smá þoku.
Auðvitað er snjór þegar maður er kominn svona hátt. En þó var minna af honum en ég bjóst við.
Hryggur milli tinda.
Annað sjónarhorn af hryggnum uppá Strýtu.
Og en annað..
Flottur hryggur er alltaf gott ljósmyndunarefni..
Hér erum við svo að koma niður hinumegin.
Olli kominn uppá Kistu.
Mjög margir tindar með flottum hryggjum á milli. Bara flott !
Haldið niður á við.
Þægilegast er að ganga niður snóinn, enda mýkri en grjótið.
Áfram er haldið.
Þetta landsvæði er alveg hreint magnað, endalausir tindar, hryggir, toppar og allt sem útivistarfólk getur ýmindað sér.
Bráðnandi snjór, betri til göngu.
Gengið upp.
Grjóthrun niður af Glerárdalshnjúk, þessi steinn var á það mikilli ferð að hann hefði tekið í sundur bifreið! Farið með gát!
Sólarlag um miðnætti.
Hér erum við svo að ganga uppá Kerlingu, sem er hæsta fjallið á leiðinni.
Sólarupprás um kl. hálf 4.
Man ekki hvað þetta heitir... Bóndi eða Litli/Stórikrummi.
Að komast uppá Syðri-súlu.
Að fara niður af Súlunni.
Að fara niður af Súlunni.
Þokan náði uppá 7-800metra hæð. Endastöðin var í um 300m hæð.