Kalymnos er eyja í Gríska hafinu rétt vestan við strendur Tyrklands. Þessi eyja hefur þá sérstöðu að vera ekki túristastaður, heldur hafa nánast eingöngu klifrarar uppgvötað hana sem slíka og sækja mikið þangað. Munurinn á t.d. Rhodos sem er þarna rétt hjá er gífurlegur. Í Rhodos er verðlagið margfallt hærra, alveg sama hvort um sé að ræða mat, hótel eða hvað sem er. Einnig þar sem þetta er mjög lítið samfélag og þekkja nánast allir alla.
Vegna þessarar sérstöðu er mjög afslappandi að koma þangað, manni líður vel, öruggum og algjörlega afslöppuðum. Veitingastaðirnir eru mjög ódýrir og eru margir hverjir reknir af fjölskyldu sem jafnvel býr í sama húsi. Auðvitað eru fínir veitingastaðir þarna líka og eru þeir hræódýrir. Til dæmis get ég nefnt að við fórum á einn fínan stað, pöntuðum okkur allir flottustu steikina, tókum dýrustu rauðvínsflöskuna sem til var og allt kostaði þetta um 1500 kr. íslenskar á mann. Fyrir þennan pening er rétt hægt að fá sveittan hamborgara í hádeginu á sunnudegi.

Við fórum í tveggja vikna klifurorlof. Flugum til Rhodos á laugardegi, og á sunnudegi vorum við komnir á staðinn. Við klifruðum alla virku daganna nema einn, en þá skelltum við okkur í köfun. Helgina á milli fórum við í helvíti öfluga djammferð til eyjarinnar Kos sem er næsta eyja við og tekur ekki nema um 30 mín. að fara þangað með hraðferju.

Klifrið gekk bara vonum framar hjá okkur, enda erum við ekki orðnir neitt góðir klettaklifrarar. Byrjuðum á rólegri endanum og færðumst síðan útí erfiðari leiðir. Erfiðasta leiðin sem við klifruðum var 6b eða 6b+ og viljum við segja að það séu efri mörk okkar getu eins og við erum í dag.

Þessi eyja er alveg ótrúlega skemmtileg, við leigðum okkur bara vespur til að komast á milli staða, það kostaði varla neitt, hótelið okkar var alveg við sjóinn og á besta stað hvað klifrið varðar, en hótelið heitir Plaza og er í bæ sem heitir Missouri.

Vona að þið njótið myndanna.

Myndir

Byrjaði auðvitað að taka nokkrar "póstkortamyndir".
Þetta er besti ferðamátin þarna, hræódýr, bensín kostar nánast ekkert og við sáum aldrei ský á himni allan tíman sem við vorum þarna.
Þetta var útsýnið af hótelsvölunum hjá okkur.
Miðbær Pothia þar sem ferjan kemur að.
Þetta er fyrsta klifurleiðin sem við fórum, hún heitir Til Tanit 5b+ og fær Musical dóma í leiðarvísinum.
Addi kemur upp sömu leið.
Og svo Dabbi.
Gummi að klifra.
Addi klifrar Phineas 5c
Óðinn að leggja af stað í sömu leið.
Gummi í Phineas.
Gummi í Phineas.
Dabbi að taka á Phineas.
Gummi að leggja í'ann.
Addi á sama stað.
Addi klifrar Phineas, fundum svo hentugan helli þarna fyrir myndatökur eing og sést þarna í vinstra horninu.
Gummi klifrar Thetis (6b). Náðum samt ekki að klára þessa leið og þurftum að fórna tvist þarna í efsta bolta (af öllum).
Þetta heitir að detta með stæl!
Óðinn ræðst til atlögu við Thetis.
Gummi klifrar Pillar of the sea.
Óðinn í miðju cruxi.
Gummi klifrar leið i Odyssey svæðinu.
Odyssey er vinsælasta svæðið þarna og var allatf einhver að klifra þar.
Gummi næstum dottinn... hefði þó varla farið langt þar sem hann var nýbúinn að klippa sig inn í næsta bolta þegar hann rann úr fótfestingunum..
Addi klifrar í Odyssey.
Það er ekki að ástæðulausu að þetta sé vinsælasta svæðið, enda margar mjög flottar leiðir þarna og skemmtilegar.
Hér er Addi að klifra leiðina Monahiki Elia á Grande Grotta svæðinu sem er víst mest ljósmyndaða klifursvæði í heimi.
Óðinn í sömu leið.
Ekkert smá flott hvernig steinninn er þarna, svona dropar sem koma útúr klettinum og eru vel traustir.
Gummi í sömu leið. Hér sést vel hvernig þessi hellir myndast !
Svo þurfa menn auðvitað að borða vel eftir klifurdag! Eða á maður kannski bara að segja Addi í öllu sínu veldi?