Þverártindsegg rís hæst fjalla vestan Kálfafellsdal. 2 aðal leiðir eru upp, og er það frá Reynivöllum eins og við fórum, en einnig er hægt að keyra inn Kálfafellsdalinn og ganga upp með skriðjöklinum Skrekk og alveg uppá topp. Sú leið er frekar brött og örugglega mjög skemmtileg. Svo eru auðvitað svona ofurmenni eins og Einar í Hofsnesi og Ívar Freyr sem klifra bara upp Austurvegginn.

Við skelltum okkur 3 austur í suðursveit á föstudagskvöldið, ég Þórhallur og Olli. Gistum á fínum gististað sem heitir Hali, rétt við Kálfafellsdal. Vöknuðum kl. 4 ég sauð mér súpu og græjaði mig og byrjuðum við að ganga um kl. 5. Við gengum frá Reynivöllum, en ég myndi ráðleggja þeim sem stefna á að fara þangað að keyra inn afleggjarann vestan megin við ána!! Annars er alveg hægt að ganga upp austan megin við hana eins og við gerðum..

Myndir

Jökullinn er frekar sprunginn, en harðfenni er yfir þær sem gera yfirferðina auðveldari.
Gengið upp skriðjökulinn.
Öræfajökull í bakgrunni.
Olli eitthvað að skoða sig um.
Hér erum við að fara uppað egginni sjálfri.
Þessar sprungur virtust vera ansi rúmgóðar þegar ofaní þær var litið.
Aftur Öræfajökull
Þórhallur að fara upp á Eggina sjálfa.
Hér er svo hæsti tindurinn 1554m hár.
Þórhallur og Olli.
Gummi og Þórhallur
Kálfafellsdalur og skriðjökullinn Skrekkur.
Farið niður af tindnum.
Enn of aftur var Öræfajökullinn ljósmyndaður.
Hér er svo að styttast í að við komumst niður af jöklinum aftur.
Smá svelgur í jöklinum, mér fannst hann bara svo flottur í laginu.
Í gilinu rennur jökulá gegnum misdjúpt gil og þar eru nokkrir flottir fossar.
Tærasta áin þarna allavega.