Það var ýmislegt gert í sumar þó svo að það hafi ekki endilega komið eiginleg frétt um það. Ég fór á ýmsa staði á landinu aðallega með Þórhalli sem var mjög duglegur að taka mig með í ferðir í sumar. Þar má t.d. nefna Dyrfjöll, Snæfell, Trölladyngju, Kollóttudyngju, Prestahnjúk, Geitlandsjökul ofl. Einnig tókst mér með naumindum að draga strákana með á Tindfjöll, en Addi og Lalli komu með mér þangað í frekar skemmtilegu veðri. Ótrúlegt hvað jökullinn þarna er algjörlega búinn... bara smá skafl eftir.

Ég hef auðvitað póstað stærstu ferðunum sem ég fór í sumar en það var Glerárdalshringurinn, Kalymnos og Þverártindsegg. Ég var nokkuð sáttur með myndirnar úr þeim ferðum, þið getið skoðað þetta alltsaman ef þið hafið áhuga.

Myndir

Í Tindfjöllum 12. ágúst.
Eyjafjallajökull séður frá Tindfjöllum.
Hér er smá jökulsprunga við Ými.
Í brekkum Ýmis.
Á leið á Ýmu, í baksýn er Ýmir. Þarna er smá hryggur á milli þar sem maður lækkar sig voða lítið.
Hér er svo Þórhallur að koma uppá Prestahnjúk á leið á Geitlandsjökul í ágúst, við fórum hálfgerða næturferð þangað upp og var mjög flott!
Tók þessa mynd af toppnum á Prestahnjúk, fannst mystrið svo flott, einnig að fá effectinn í sólina með því að nota lítið ljósop.
Þetta er svo á Trölladyngju norðan Vatnajökuls.
Mjög flott hraun þarna með hinum ýmsu formum.
Þórhallur gengur um hraunið og skoðar undrin grannt.
Þetta er á leið í Dyrfjöll núna í byrjun september. Hér er horft inn í gil sem er inni í kverkinni þarna, hér eru nokkrar flottar íslínur í myndun.
Hér sjást svo dyrnar sjálfar.
Hér erum við að nálgast toppinn.
Þórhallur prílar uppá sjálfan toppinn á Dyrfjöllum, en það er smá hnappur sem stendur uppúr.
Síðustu handtökin á toppinn!
Sigrinum fagnað. Svo var bara að drífa sig niður þar sem það var farið að rökkva dáldið, enda vorum við heldur seinir í því..
Þessi mynd er tekin af Þórhalli á toppi Snæfells, norðan Vantajökuls, daginn eftir Dyrfjöll.
Og svo Olli á toppi Snæfells. Það var hálf kalt þarna hjá okkur eins og sést.
Svo var haldið niður af Snæfelli... Það var greinilegt að þeir væru ekki að fara á eitt af flottustu fjöllum landsins heldur á tind 126. (fyrir þá sem skilja)
Svo var tekin smá nestispása í gili neðar í fjallinu.
Þessi er tekin af Sólheimajökli í sumar.
Úr sömu ferð.
Af Trölladyngju á Reykjanesi.
Hveravellir við Kjalveg.