Það er ekkert smá skítaveðrið sem er búið að standa yfir síðan í ágúst hérna! Það hefur verið fært á fjöll einhvejra virka daga og varla mikið meira en það. Smá ísaðstæður mynduðust nú fyrir stuttu og var það auðviðtað nýtt. Við erum búnir að heimsækja Múlafjall, Eilífsdal og Teitsgil núna í vetur og hefur gengið ágætlega.

En í tilefni jólanna ákváðum við að það væri stórkostleg hugmynd að fara í þurrtólun í Múlafjall og fórum því bæði á jóladag og annan í jólum. Ekkert betra að gera hvorteðer... ef maður er í fríi þá gerir maður bara það sem er skemmtilegt, ekki satt? Þarna náðum við ágætis myndum þegar við ákváðum að enda annan daginn á smá myndapoppi...

Neðst í Múlafjalli er klettur beint fyrir ofan bílastæðið og þar eru þessir fínu klettar í þetta... varist samt að það er eitthvað lítilræði af lausu grjóti þarna, en við hreinsuðum eitthvað niður. Stórir steinar fyrir ofan sem gott er að tryggja í (vera með línu til að setja utanum þá).

Við erum farnir að fíla þetta mix í ræmur og það fer að líða að því að maður fer að sleppa topropeinu og leiða þetta eins og maður.

Einnig hendi ég inn nokkrum myndum frá síðustu mánuðum úr hinum ferðunum.

Myndir

Gummi í Múlanum á jóladag.
Svona var á jóladag í Múlafjalli.Slydda og rassinn á Gumma útí loftið.
Annar í jólum, og nú er Addi kominn í gírinn.
Þetta mix-klifur er algjör snilld, maður verður algjörlega hooked á þessu.
Switching hands..
Gummi eitthvað að reyna við þetta.
Ágætis sprungur í berginu þarna í Múlanum.
Þreifað fyrir sér.
Ha... hver var að tala um víðlinsu ?
Addi reynir að þreifa fyrir sér upp sprunguna, vantaði þó svoldið hliðarátak til að festa þær vel.
Gummi reynir þetta.
Þarna er gott undirgrip (steinpull) fyrir hægri hendina.. svo þarf að dirfast til að sleppa því og koma exinni uppí sprunguna.
Allir armar nýttir í þetta, enda er best að láta eins og kolkrabbi í þessu.
Aðeins farinn að pumpast upp sést á svipnum..
Reach...
Svo er þetta fyrir neðan Stíganda 25. nóv.
Gummi í 1. hafi Stíganda.
Annað sjónarhorn. Mjög fáar myndir voru teknar þennan dag því Gummi var í ljósmyndunarverkfalli.
Hér erum við svo komnir í Eilífsdal og er Óðinn að leggja í Einfarann. (22. des)
Halli í Múlafjalli
Hér erum við í Teitsgili 8. des.
Addi í Teitsgili.
Addi að koma upp fyrsta haftið í Einfaranum.
Svona litu svo fjallaferðirnar flestar út í haust... ekki beint fótógenískar ! En þetta er á Tröllakirkju 16. nóv