Nú hefur verið nóg af ís og skemmtilegheitum, en þó höfum við verið hálf uppteknir heima í bænum við mismunandi verkefni og/eða tímabil í lífinu... Svo vill til að Addi eignaðist litla stelpu á dögunum og óskum við honum auðvitað til hamingju með það !

Eitthvað höfum við þó farið á nýju ári og pikkað í ís, en lítið tekið af myndum en auðvitað eitthvað þarsem maður burðast nú með þetta myndavélaflykki með sér út í hvað sem er... Höfum farið í Múlafjall, Glymsgil, Villingadal og Kjósina á þessu ári.

Hér eru einhverjar myndir úr þessum ferðum:

Myndir

Addi að leggja í'ann í Múlafjalli, það er hálf dimmt í janúar þannig að maður þarf að keyra ISO svoldið upp í vélunum eins og sést á myndinni..
Þetta er ein af "leiðunum" sem við klifruðum, spurning samt hvort þetta eigi að kallast leið.. hún var svo stutt og lítil..
Á Brúninni.
Hér er Addi svo undir Íssól og Pabbaleiðinni, ég vildi fara að klifra í þessu daginn eftir en var hafnað af öryggisráði femínistafélagsins.. ?
Fundum einhverjar ágætar mismunandi línur þarna hægramegin við Íssól sem við testuðum svoldið.
Úr þeirri sömu.
Fórum nokkrar leiðir, bæði ís og mix og var bara mjög rólegt og fínt.
Hér erum við Óðinn í Kjósinni í leið sem okkur skilst á isalp.is að heiti Konudagsfossinn, en ísinn var frekar þurr, haður og stökkur og ekki mjög skemmtilegur,brotnaði alveg í spað þegar hoggið var í hann.
En leiðin var stutt og því bara gott að komast í hana og klára þetta.
Leiðin er við hliðiná Spora í "kórnum" í kjósinni.
Svona lítur Kórinn út, ATH að Spori er hægra megin við myndina(sést ekki).
Fyrst að myndaúrlvalið úr klifrinu var svo lélegt þá bætir maður bara einhverju öðru við... Þessi er tekin í Bláfjöllum
Öxárfoss í smá vetrarformi..
Þetta er nú bara tekið af Hengilsvæðinu, nálægt Skarðsmýrarfjalli.